Klúbbur ES á Íslandi
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Klúbbur ES á Íslandi

Klúbbur enskra seta á Íslandi
 
HomeLatest imagesLeitaNýskráningInnskráning

 

 Veiðihundakeppni.

Go down 
4 posters

Skoðanakönnun veiðikeppni.
Ertu meðfylgjandi þessari veiðikeppni?
Veiðihundakeppni. Vote_lcap63%Veiðihundakeppni. Vote_rcap
 63% [ 5 ]
Ertu á móti þessari veiðikeppni?
Veiðihundakeppni. Vote_lcap25%Veiðihundakeppni. Vote_rcap
 25% [ 2 ]
Hlutlaus
Veiðihundakeppni. Vote_lcap12%Veiðihundakeppni. Vote_rcap
 12% [ 1 ]
Samtals atkvæði : 8
 

HöfundurSkilaboð
Friðvin

Friðvin


Fjöldi innleggja : 88
Join date : 07/05/2008

Veiðihundakeppni. Empty
InnleggEfni: Veiðihundakeppni.   Veiðihundakeppni. Icon_minitimeLau Des 06, 2008 4:35 am

Sælir félagar.

Síðastliðið haust hittumst við nokkrir ensk setter eigendur á óformlegum spjallfundi um málefni enska setans. Á fundinum voru rædd ýmis markmið sem hægt væri að stefna á í framtíðinni.

Eitt af þeim málefnum sem rætt var um á fundinum var veiðihundakeppni sem yrði með öðru sniði en þekkst hefur hér á landi.Eftir þennan spjallfund hittumst ég og Villi og hripuðum niður á blað hvernig hugsanlega yrði hægt að standa að þessari keppni enda höfðum við fullan hug á að halda keppnina núna í haust. Málið fór aldrei svo lagt en ég á ennþá blaðið sem við skrifuðum niður varðandi keppnina.

Ég ætla að gamni að halda skoðanakönnun hérna á spjallinu varðandi þessa keppni og gaman væri að sem flestir sæu sér fært um að taka þátt í henni og jafnvel gefa comment burt séð frá hvaða hundategund viðkomandi á í tegundahóp 7.

Klúbbur enskra seta hefur ákveðið að gera skoðanakönnun um að halda veiðihundakeppni í uppsveitum Borgarfjarðar í nóvember 2009 ef rjúpnaveiðar verða leyfðar.

Aðal markmið þessarar keppni yrði að fella lifandi rjúpur fyrir þátttakandi hunda og dæma hundana samkvæmt ákveðnum reglum sem eru í samræmi við keppnisflokk með sérstökum viðaukum.

Nú hafa skipulögð ræktunar veiðipróf á vegum HRFÍ verið við lýði í fjórtán ár og má því segja að þetta gæti orðið skemmtileg viðbót við þá starfsemi, en tekið skal fram að þessi keppni og árangrar úr henni væru ekki viðurkenndir af HRFÍ og fást þar af leiðandi ekki skráðir í ættbók hundanna.

Sérstaklega skal tekið fram að þessi keppni er ekki á vegum HRFÍ og ber félagið því engar skyldur eða ábyrgð gagnvart henni.

Undanfarna ártugi hafa svona veiðihundakeppnir verið stundaðar í okkar nágrannalöndum og því finnst okkur í klúbb enskra seta tímabært að gera þessa skoðanakönnun til að sjá hvort raunverulegur vilji sé meðal manna um að halda svona keppni.

Hámarks fjöldi þátttakandi hunda kæmu til með að verða tólf hundar þar sem enskir setar kæmu hugsanlega til með að hafa forgang í skráningu en að sjálfsögðu yrði við hæfi að bjóða öllum hundategundum sem tilheyra tegundahóp 7 fulltrúa til þátttöku.

Hugsanleg framkvæmd og skipulag keppninnar.

* Sex enskir setar hefðu hugsanlega skráningarforgang í keppnina. Þau 6 pláss sem eftir eru skiptast niður milli tegunda í tegundahóp 7 á eftirfarandi hátt.

Vorsteh 2 hundar
Írskur seti 1 hundur
Gordon seti 1 hundur
Pointer 1 hundur
Breton 1 hundur

* Þeir hundar sem myndu hugsanlega taka þátt í þessari keppni yrðu að vera búnir að tryggja sér 1. einkun í unghundaflokk og/ eða 2. einkun í opnum flokki í veiðihundaprófum á vegum HRFÍ til að öðlast þátttökurétt.

*Tekið skal fram að engin Visla eða Weimrainer hér á landi eru með þann lágmarksárangur sem krafist er til að öðlast þátttökurétt í keppninni.

*Ef ekki næst skráning allra tegunda í fyrrgreindum hlutföllum verður lausum plássum ráðstafað í hlutfalli við niðurstöðu skráningar.

*Lágmarks þátttaka er 8 hundar svo keppnin verði haldin.

* Hugsanlegt keppnisgjald yrði ca kr 2000 kr og myndi greiðast í reiðufé fyrir
keppni á keppnisstað.

*Starfmenn keppninnar yrðu dómari, skytta og keppnisstjóri. Hlutverk þessara aðila yrði að tryggja það að keppnin hafi eðlilegan framgangsmáta og að ströngum öryggisreglum yrði framfylgt á keppnissvæðinu.

*Skytta keppninnar yrði valin með tilliti til krafna um hæfni á eftirfarandi
þáttum.

1. Hæfni ásamt kunnáttu í öllum þáttum er viðkemur öryggi og meðferð
skotvopna ásamt hæfni til að fella fljúgandi bráð og sé alvön rjúpnaskytta.

2. Fyrrgreindir þættir eru metnir samkvæmt árangri og reynslu viðkomandi í
viðurkenndri haglabyssu skotfimi ásamt veiðireynslu.

* Dómari keppninnar yrði að vera viðurkenndur fuglahundadómari. Kröfur yrðu gerðar um að dómari kynni sér reglur og öryggismál keppninnar ítarlega og kynni þær fyrir væntanlegum keppendum á keppnisstað.

* Þrjú svæði hugsanlega í Borgarfirði yrðu valin sem möguleg keppnissvæði. Óvissuþættir eins og veðurfar og snjóalög koma til með að ráða til um hvaða svæði yrðu fyrir valinu. Ef að keppninni þyrfti að aflýsa vegna fyrrgreindra óvissuþátta yrði sú ákvörðun er í höndum keppnisstjóra í samráði við dómara.

* Keppnisstjóri ber ábyrgð á að skriflegt leyfi landeiganda lægi fyrir yrði
keppnin haldin á einkalandi.

*Væntanlegir keppendur myndu fá upplýsingar frá keppnisstjóra í gegnum tölvupóst um nákvæman stað og tímasetningu keppninnar eigi síðar en tveimur dögum fyrir keppni. Séu líkur á að aflýsa þyrfti keppninni vegna óvissuþátta skal keppnisstjóri gera það með tölvupósti til keppenda eigi síðar en sólarhring fyrir keppni.


ATH. Þeir sem áhuga hafa á könnuninni verða að vera innskráðir.

Kveðja.
F.G.
Til baka efst á síðu Go down
pointer

pointer


Fjöldi innleggja : 12
Join date : 13/06/2008
Age : 72
Staðsetning : Kópavogur

Veiðihundakeppni. Empty
InnleggEfni: Hlutföll tegunda   Veiðihundakeppni. Icon_minitimeLau Des 06, 2008 2:11 pm

Af hverju eru hluföll tegunda í þessum dúr ?
Til baka efst á síðu Go down
Friðvin

Friðvin


Fjöldi innleggja : 88
Join date : 07/05/2008

Veiðihundakeppni. Empty
InnleggEfni: Re: Veiðihundakeppni.   Veiðihundakeppni. Icon_minitimeLau Des 06, 2008 3:10 pm

Sæll Ásgeir.

Það var nú ekki nein djúp pæling á bak við þessi þátttökuhlutföll einstakra tegunda. Þar sem ensk setter klúbburinn yrði væntanlega skipuleggjandi keppninnar og sæi þar að leiðandi um alla umsýslu í kring um keppnina þá fannst okkur réttlátt að ráðstafa fyrstu sex sætunum af tólf til enskra seta.

Hvað varðar þátttöku hinna tegundana í tegundahóp 7 þá var þetta okkar niðurstaða og ef tekið er tillit til hlutfalls fjölda hunda í hverri tegund þá eru Vorsteh hundarnir flestir og samkvæmt þessu þá er úthlutunin til þeirra á þátttökurétt hlutfallslega minnst en hlutfallslega mest til Breton.

Tek fram að einungis er um hugmynd að ræða.

Kveðja.
F.G.
Til baka efst á síðu Go down
finnski




Fjöldi innleggja : 4
Join date : 12/12/2008

Veiðihundakeppni. Empty
InnleggEfni: Re: Veiðihundakeppni.   Veiðihundakeppni. Icon_minitimeFös Des 19, 2008 12:59 pm

Sælir drengir!

Líst afskaplega vel á þessa hugmynd og vona svo sannarlega að menn gefi sér tíma til að fara í þetta. Held að þetta gæti orðið mjög gaman!
Þó þurfa nú ensku setarnir fleiri sæti sýnist mér í þessari keppni, það eru svo margir af góðu kaliberi nú þegar og fer fjölgandi ansi hratt með vorinu. Spurning hvar á að draga mörkin.
Bestu kveðjur
Finnski&co
Til baka efst á síðu Go down
Hjalti R.

Hjalti R.


Fjöldi innleggja : 33
Join date : 06/05/2008
Staðsetning : Akranesi Merkurteigur 8

Veiðihundakeppni. Empty
InnleggEfni: Re: Veiðihundakeppni.   Veiðihundakeppni. Icon_minitimeFim Des 25, 2008 5:17 am

Ég er pínu lítið svona hissa á því hvað er lítil áhugi hjá ensk setter mönnum á þessari veiði keppni hjá okkur.
Einungis átta eru búnir að taka þátt í könnunni hér að ofan.
Samkvæmt henni er þessi keppni út af borðinu og þykir mér það miður einnig er ég hissa á því hversu fáir sjá sér fært að tjá skoðanir sína hér á spjallinu.
Kveðja Hjalti R.
Til baka efst á síðu Go down
http://www.hjaltir.com
Sponsored content





Veiðihundakeppni. Empty
InnleggEfni: Re: Veiðihundakeppni.   Veiðihundakeppni. Icon_minitime

Til baka efst á síðu Go down
 
Veiðihundakeppni.
Til baka efst á síðu 
Blaðsíða 1 af 1

Permissions in this forum:Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Klúbbur ES á Íslandi :: Hunda umræða :: Veiðipróf-
Fara til: