Komið þið sæl.
Nú er að hefjast bein lýsing á veiðiprófi í keppnisflokk þann 18/10 2008.
Framkvæmdaraðili: FHD.
Dómarar: Ferdinand Hansen og Pétur Alan Guðmundsson.
Prófstjóri: Egill Bergmann.
Skráðir hundar í prófið.
B Morgun Dögg í Apríl
ES Francini´s Amicola
ES ISVCH Snjófjalla Dís
ES Hrímþoku Eros
ES Fanntófells Flóki
IS DKJCH Trix
IS Kvikneskogen´s Sparta
IS Helguhlíðar Skotta
P ISVCH Vatnsenda Nóra
V Töfra Heiða
Virkilega ánægjulegt að fjórir enskir setar taki þátt í prófinu. Það sem kannski vekur athygli er að einungis einn Vorsteh hundur tekur þátt, en að öllu jöfnu hafa eigendur Vorsteh hunda verið mjög duglegir að taka þátt í veiðiprófum.
Prófið fer fram á Mosfellsheiði (Nesjavallaleið) og veðurskilirði eru mjög góð til prófhalds.