Klúbbur ES á Íslandi
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Klúbbur ES á Íslandi

Klúbbur enskra seta á Íslandi
 
HomeLeitaNýskráningInnskráning

 

 Á skolla veiðum

Go down 
HöfundurSkilaboð
Hjalti R.

Hjalti R.

Fjöldi innleggja : 33
Join date : 06/05/2008
Staðsetning : Akranesi Merkurteigur 8

Á skolla veiðum Empty
InnleggEfni: Á skolla veiðum   Á skolla veiðum Icon_minitimeFös Des 19, 2008 5:58 am

Sælir.
Við félaganir fórum í smá veiðileiðangur í vikunni og sátum í skothúsi við æti fyrir norðan í flottu veðri til að byrja með en er líða fór á nóttinna fór að snjóa og því sjálfhætt.
Vorum við á skollaveiðum (rebba) og lágu tvær við skothúsið í æti og lítið mál að finna þær.
Yfirgafum við skothúsið er vel var liðið á kvöldið og ákveðið var að halda heim á leið nokk sáttir.
Við sáum um tíu tófur þá um nóttinna og náðum að komast í skotfæri við sex þeirra og fella fimm af þeim.

Ekki málið það en svo að fara að finna þær eftir að þær voru feldar þó svo við værum með ljós og alles, nei það bara gekk ekki eftir og því vorum við svo heppnir að hafa Venus og Francini með í för og var Venus sendur út í leit eftir fyrstu tófunni sem var feld uppi á mel einum en hún hafði byrst í ljósunum á bílnum
Það var svo tunglbjart að auðvelt var að fylgja henni eftir þar til maður var kominn 250 metra frá bílnum og þá var lagst niður og tófan feld. Eins og fyrr segir var Venus sendur út í leit og en það var sama hversu vel Venus leitaði ekki fannst hún. Við vorum eiginlega komnir á þá skoðun að hún hefði ekki fallið þó svo við hefðum verið samfærðir um að hún hefði fallið þegar skotið var.

Við færðum okkur aðeins lengra út og Venus látinn slá sér lengra út og ekki var hann búinn að taka nema tvö slög þegar hann negldi niður og var þá búinn að staðsetja tófuna og var hún þá í höfn, falleg hvít læða sem var skotinn í hálsinn.

Ekki vorum við búnir að aka langt þegar önnur tófa skíst út úr ljósgeislanum á bílnum og út fyrir veg í móann.
Við fórum á eftir henni og var hún feld í móanum og en það var sama hvernig við leituðum ekki fannst hún. Þá var brugðið á það ráð að sækja Venus til að freista þess að finna hana og eftir smá leit negldi Venus hana. Alveg var Venus frábær í leitinni.

Jæja aftur hleypur tófa út úr geislanum og út í móana og við á eftir henni og hún feld.
Ekki fundum við hana og búið að lýsa allan móann og þá var Venus sendur út rétt einu sinn í leit og aftur negldi hann tófu.
Sjálfsagt hefðum við fundið þessa án Venusar??? þegar við værum búnir að stækka leitarhringinn þar sem hún lá uppi á þúfu aðeins fyrir utan það svæði sem við vorum búnir að fínkemba.

En ætla má að tvær til þrjár af þessum fimm tófum hefðu tínst ef enska setanum Venus hefði ekki notið við.
Það sem uppá vantar er að hann sæki tófunar en það er ekki hans vandamál og eða getuleysi heldur mitt að vera ekki búinn að þjálfa hann í því að sækja tófurnar. Það er lítið mál fyrir Venus að sækja mink bæði á landi og í sjó þannig að það að sækja tófu ætti að vera lítið mál, bara að þjálfa hann upp í Það

Þetta er nú bara smá gamansaga af enskum seta hvernig ensku setarnir geta nýst okkur á marga vegu.

Kveðja
Hjalti R
Til baka efst á síðu Go down
http://www.hjaltir.com
Príma



Fjöldi innleggja : 44
Join date : 12/05/2008

Á skolla veiðum Empty
InnleggEfni: Re: Á skolla veiðum   Á skolla veiðum Icon_minitimeSun Des 21, 2008 3:56 am

Sælir,
Það var gaman af þessari sögu. Þetta segir okkur að hægt er að hafa fjölbreytt not af hundunum okkar. Nú er bara að fara og klára rebbasækivinnuna. Þess má geta að í danska sækiprófinu þurfa ensku hundarnir að sækja hærða bráð. En Amicola er með fullt hús stiga í því prófi.
Kv Kristinn
Til baka efst á síðu Go down
finnski



Fjöldi innleggja : 4
Join date : 12/12/2008

Á skolla veiðum Empty
InnleggEfni: Re: Á skolla veiðum   Á skolla veiðum Icon_minitimeMán Des 22, 2008 6:35 am

Sælir!

Þetta er flott. Ýmislegt hægt að nota þessa snillinga í!

kv. Óli
Til baka efst á síðu Go down
Sponsored content




Á skolla veiðum Empty
InnleggEfni: Re: Á skolla veiðum   Á skolla veiðum Icon_minitime

Til baka efst á síðu Go down
 
Á skolla veiðum
Til baka efst á síðu 
Blaðsíða 1 af 1

Permissions in this forum:Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Klúbbur ES á Íslandi :: Hunda umræða :: Almenn umræða-
Fara til: