Sælir,
Senn brestur á fyrsta próf ársins.
Ágætis þátttaka er í unghundaflokknum eða átta stykki og þar af þrír enskir setar.
Ég hef ástæðu til að ætla að ennþá fleiri verð mættir til leiks þegar líður á vorið.
Gaman verður að endurnýja kynnin við unghundaflokkinn eftir sex ára hlé.
Við Príma eigum möguleika á fimm unghundaflokkum og vonandi tekst okkur að krækja í einhverjar einkannir.
Ég sé á netinu að ensk setter menn eru duglegir að taka myndir af hundunum sínum. Það eru flottar myndir af Kaldalóns Skutlu á heimasíðu Villa og á Hlað er Youtube linkur með flottu myndskeiði af af Hrímþoku Sally Vanity.
Stórglæsileg myndataka í báðum tilfellum.
Ég hvet alla ensk setter eigendur að vera duglega að filma.
Kv Kristinn.